Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi 29. nóvember 2006 18:56 Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira