Vill ekki láta farga fósturvísunum 22. nóvember 2006 19:15 Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira