Nafni Avion Group hf. breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands 21. nóvember 2006 12:12 Óskabarn íslensku þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, er á ný orðið hlutafélag í Kauphöll Íslands eftir að hluthafar samþykktu í morgun að breyta nafni Avion Group. Um leið hafa höfuðstöðvarnar verið fluttar úr Kópavogi í Sundahöfn í Reykjavík.Nafnbreytingin var samþykkt með meginþorra atkvæða og tekur hún gildi þegar í stað.Um leið hafa höfuðstöðvar félagsins á ný verið fluttar á hafnarsvæði en heimilisfangið er nú í Korngörðum í Sundahöfn. Félagið hefur vaxið gríðarlega að undanförnu og er gert ráð fyrir að velta þess á næsta ári verði yfir 130 milljarðar krónaa. Þar af koma ríflega 80 prósent af þeim hluta sem heyrir undir Eimskip en um 20 prósent kemur frá Air Atlanta. Athygli vekur að um 80 prósent af tekjunum koma frá starfsemi erlendis en aðeins um tuttugu prósent tengjast flutningum innanlands og til og frá Íslandi.Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands er 92 ára gamalt og var lengst af fjölmennasta almenningshlutafélag landsins og enn í dag eru hluthafar þess um 25 þúsund talsins. Þeir stærstu eru fyrirtæki í eigu Magnúsar Þorsteinssonar og Björgólfs Guðmundssonar og fara þau með um tvo þriðju hlutafjár.Tveir nýir menn voru kjörnir í stjórn í morgun, þeir Sindri Sindrason og Þór Kristjánsson en aðrir í stjórn eru Magnús Þorsteinsson, formaður, Gunnar M. Björgvinsson og Eggert Magnússon. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Óskabarn íslensku þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, er á ný orðið hlutafélag í Kauphöll Íslands eftir að hluthafar samþykktu í morgun að breyta nafni Avion Group. Um leið hafa höfuðstöðvarnar verið fluttar úr Kópavogi í Sundahöfn í Reykjavík.Nafnbreytingin var samþykkt með meginþorra atkvæða og tekur hún gildi þegar í stað.Um leið hafa höfuðstöðvar félagsins á ný verið fluttar á hafnarsvæði en heimilisfangið er nú í Korngörðum í Sundahöfn. Félagið hefur vaxið gríðarlega að undanförnu og er gert ráð fyrir að velta þess á næsta ári verði yfir 130 milljarðar krónaa. Þar af koma ríflega 80 prósent af þeim hluta sem heyrir undir Eimskip en um 20 prósent kemur frá Air Atlanta. Athygli vekur að um 80 prósent af tekjunum koma frá starfsemi erlendis en aðeins um tuttugu prósent tengjast flutningum innanlands og til og frá Íslandi.Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands er 92 ára gamalt og var lengst af fjölmennasta almenningshlutafélag landsins og enn í dag eru hluthafar þess um 25 þúsund talsins. Þeir stærstu eru fyrirtæki í eigu Magnúsar Þorsteinssonar og Björgólfs Guðmundssonar og fara þau með um tvo þriðju hlutafjár.Tveir nýir menn voru kjörnir í stjórn í morgun, þeir Sindri Sindrason og Þór Kristjánsson en aðrir í stjórn eru Magnús Þorsteinsson, formaður, Gunnar M. Björgvinsson og Eggert Magnússon.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira