Alvarleg kreppa yfirvofandi ef ekkert að gert 30. október 2006 12:15 Loftslagsbreytingar gætu valdið miklum samdrætti í alþjóðlegu efnahagslífi og kostnaður vegna þess orðið jafnvirði tæplega fimm hundruð biljóna íslenskra króna verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu bresks hagfræðings sem unnin er fyrir bresk stjórnvöld og birt í dag. Það er hagfræðingurinn Sir Nicholas Stern hefur unnið fyrir skýrsluna fyrir bresk stjórnvöld og hann segir að það myndi aðeins kosta alþjóðlega hagkerfið eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu ef gripið yrði til viðeigandi ráðstafana nú. Verði það ekki gert gætu tvö hundruð milljónir manna þurft að yfirgefa heimabæi sína sem færu ýmist undir vatn eða þornuðu upp. Stern segir mestu skipta að fá þau ríki sem mengi mest, það er Bandaríkin og Kína, til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikilvægt sé að gera þeim fyrirtækjum og ríkjum sem valdi mestri mengun að greiða sektir. Stern segir alheimskreppu yfirvofandi verði ekkert gert, kreppu sem eigi enga líka. Fram kemur á fréttavef BBC að skýrsla Sterns sé fyrsta stóra framlag hagfræðings til umræðunnar um hlýnun jarðar. Þar segir að Afríka verði líklega verst úti vegna loftslagsbreytinga og þróuðum ríkjum beri að breyta hegðun sinni til að koma í veg fyrir allt fari á versta veg. Skipta þurfi yfir í notkun vistvænni orkugjafa til að forða því versta. Viðhorfsbreytingu þurfi líka í bland við svokallað græna skatta á þann iðnað sem mengi mest. Stern segir ekki nóg að eitt og eitt ríki grípi til einhliða aðgerða, þörf sé á samræmdri stefnu um allan heim. Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, segir að bresk stjórnvöld ætli að fá ríki heims með sér í baráttuna. Tony Blair, forsætisráðherra, segir skýrsluna frá í dag þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Bretar ætla að leggja áherslu á að Evrópsambandsríkin og önnur auðug ríki komi sér saman um að setja þrengri mörk á losun gróðurhúsaloftstegunda. Það verði fyrsta skrefið í átt að allsherjar breytingum. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Loftslagsbreytingar gætu valdið miklum samdrætti í alþjóðlegu efnahagslífi og kostnaður vegna þess orðið jafnvirði tæplega fimm hundruð biljóna íslenskra króna verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu bresks hagfræðings sem unnin er fyrir bresk stjórnvöld og birt í dag. Það er hagfræðingurinn Sir Nicholas Stern hefur unnið fyrir skýrsluna fyrir bresk stjórnvöld og hann segir að það myndi aðeins kosta alþjóðlega hagkerfið eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu ef gripið yrði til viðeigandi ráðstafana nú. Verði það ekki gert gætu tvö hundruð milljónir manna þurft að yfirgefa heimabæi sína sem færu ýmist undir vatn eða þornuðu upp. Stern segir mestu skipta að fá þau ríki sem mengi mest, það er Bandaríkin og Kína, til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikilvægt sé að gera þeim fyrirtækjum og ríkjum sem valdi mestri mengun að greiða sektir. Stern segir alheimskreppu yfirvofandi verði ekkert gert, kreppu sem eigi enga líka. Fram kemur á fréttavef BBC að skýrsla Sterns sé fyrsta stóra framlag hagfræðings til umræðunnar um hlýnun jarðar. Þar segir að Afríka verði líklega verst úti vegna loftslagsbreytinga og þróuðum ríkjum beri að breyta hegðun sinni til að koma í veg fyrir allt fari á versta veg. Skipta þurfi yfir í notkun vistvænni orkugjafa til að forða því versta. Viðhorfsbreytingu þurfi líka í bland við svokallað græna skatta á þann iðnað sem mengi mest. Stern segir ekki nóg að eitt og eitt ríki grípi til einhliða aðgerða, þörf sé á samræmdri stefnu um allan heim. Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, segir að bresk stjórnvöld ætli að fá ríki heims með sér í baráttuna. Tony Blair, forsætisráðherra, segir skýrsluna frá í dag þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Bretar ætla að leggja áherslu á að Evrópsambandsríkin og önnur auðug ríki komi sér saman um að setja þrengri mörk á losun gróðurhúsaloftstegunda. Það verði fyrsta skrefið í átt að allsherjar breytingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira