Björn Bjarnason hugleiddi að hætta í stjórnmálum 29. október 2006 19:02 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn. Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn.
Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira