Stoð kippt undan Hornafirði 25. október 2006 20:45 Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði