Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri 24. október 2006 23:26 Óeirðalögreglumenn við þinghúsið í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í dag. MYND/AP Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans. Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira