Árangur af hernámi Íraks innan seilingar 24. október 2006 20:00 Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira