Áfengi aðeins afgreitt gegn fingraförum 24. október 2006 16:12 Þeir sem vilja kaupa sér svona gætu þurft að gefa fingraför á barnum. MYND/Teitur Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. Einnig gætu þeir sem ætla að kaupa sér drykk þurft að sýna vegabréf eða ökuskírteini og þessar upplýsingar yrðu síðan geymdar í gagnagrunni sem lögregla myndi hafa aðgang að. Þessar athuganir eru hluti af kerfi, sem fyrirhugað er að koma á um land allt í Bretlandi, er á að koma lækka tíðni áfengistengdra glæpa ásamt því að halda vandræðaseggjum frá börum og skemmtistöðum. Verkefnið hefur verið í gangi í bænum Yeovil í Somerset á Englandi þar sem sex þúsund manns hafa tekið þátt með þeim áhrifum að áfengistengdir glæpir á svæðinu lækkuðu um 48% á aðeins sex mánuðum. Sumir staðareigendur voru ekki tilbúnir til þess að taka þátt í verkefninu en þeir voru þó sannfærðir, með hótunum um að endurkalla veitingaleyfi þeirra og loforðum um aukinn opnunartíma, að það væri hið eina rétta. Mannréttindafrömuðir hafa hinsvegar mótmælt verkefninu og sagt að þetta minni um of á Stóra Bróður og ekki síst vegna þess að þetti geri ráð fyrir því að þeir sem drekki áfengi séu sekir uns annað er sannað. Guy Herbert, frá samtökunum No2ID hefur sagt að þetta sé svipað og að fólk þurfi að skilja eftir tryggingu í formi fingrafara sinna ef það ætlar að fá sér áfengan drykk. Doug Jewell frá mannréttindasamtökunum 'Frelsi' bætti við að peningarnir sem að fara í þessa áætlun gætu án efa nýst betur annars staðar hjá lögreglunni. Tony Blair hefur hinsvegar sagt að það ætti alls ekki að takmarka útbreiðslu erfðaefnisgagnagrunna lögreglunnar þar sem þeir væru eitt helsta vopn lögreglunnar í baráttunni gegn glæpum. Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. Einnig gætu þeir sem ætla að kaupa sér drykk þurft að sýna vegabréf eða ökuskírteini og þessar upplýsingar yrðu síðan geymdar í gagnagrunni sem lögregla myndi hafa aðgang að. Þessar athuganir eru hluti af kerfi, sem fyrirhugað er að koma á um land allt í Bretlandi, er á að koma lækka tíðni áfengistengdra glæpa ásamt því að halda vandræðaseggjum frá börum og skemmtistöðum. Verkefnið hefur verið í gangi í bænum Yeovil í Somerset á Englandi þar sem sex þúsund manns hafa tekið þátt með þeim áhrifum að áfengistengdir glæpir á svæðinu lækkuðu um 48% á aðeins sex mánuðum. Sumir staðareigendur voru ekki tilbúnir til þess að taka þátt í verkefninu en þeir voru þó sannfærðir, með hótunum um að endurkalla veitingaleyfi þeirra og loforðum um aukinn opnunartíma, að það væri hið eina rétta. Mannréttindafrömuðir hafa hinsvegar mótmælt verkefninu og sagt að þetta minni um of á Stóra Bróður og ekki síst vegna þess að þetti geri ráð fyrir því að þeir sem drekki áfengi séu sekir uns annað er sannað. Guy Herbert, frá samtökunum No2ID hefur sagt að þetta sé svipað og að fólk þurfi að skilja eftir tryggingu í formi fingrafara sinna ef það ætlar að fá sér áfengan drykk. Doug Jewell frá mannréttindasamtökunum 'Frelsi' bætti við að peningarnir sem að fara í þessa áætlun gætu án efa nýst betur annars staðar hjá lögreglunni. Tony Blair hefur hinsvegar sagt að það ætti alls ekki að takmarka útbreiðslu erfðaefnisgagnagrunna lögreglunnar þar sem þeir væru eitt helsta vopn lögreglunnar í baráttunni gegn glæpum.
Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira