Mótmælaskeytin streyma inn 23. október 2006 18:45 Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. Jónína Bjartmarz talaði fyrir daufum eyrum á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna í dag þegar hún kynnti málstað ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaldan sem upphófst í síðustu viku vegna ákvörðunar um hvalveiðar er að verða að sannkallaðri flóðbylgju. Hundruð greina og frétta hafa birst í fjölmiðlum um allan heim eftir að sjálfar veiðarnar hófust en rauði þráðurinn í þeim er yfirleitt sá sami: Íslendingar hafa rofið tveggja áratuga langt hvalveiðibann með því að veiða tegundir í útrýmingarhættu. Viðbrögð almennings hafa heldur ekki látið á sér standa. Tugþúsundir mótmælaskeyta hafa borist utanríkisráðuneytinu og sendiráðum Íslands í útlöndum. Stærstur hluti þeirra er staðlað bréf Greenpeace samtakanna sem hægt er að senda í gegnum heimasíðu þeirra. Nú undir kvöld höfðu yfir 86.000 manns sent slíkt skeyti. Þá hefur svipaður póstur borist hvalaskoðunarfyrirtækjum þar sem þeim er jafnvel óskað gjaldþroti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra var á ráðherrafundi Norðurlandanna í Lúxemborg í morgun. Þar var líka Andreas Carlgren, sænskur starfsbróðir hennar, sem í viðtölum við fjölmiðla hefur veist harkalega að Íslendingum vegna veiðanna og bent á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Heyra mátti á Jónínu að hún hafi talað fyrir daufum eyrum ytra. Fundur ráðherranna í dag var til undirbúnings umhverfisráðherrafundar ESB sem hófst strax í kjölfarið. Þar voru hvalveiðar Íslendinga til umræðu að beiðni Austurríkismanna. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi. Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. Jónína Bjartmarz talaði fyrir daufum eyrum á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna í dag þegar hún kynnti málstað ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaldan sem upphófst í síðustu viku vegna ákvörðunar um hvalveiðar er að verða að sannkallaðri flóðbylgju. Hundruð greina og frétta hafa birst í fjölmiðlum um allan heim eftir að sjálfar veiðarnar hófust en rauði þráðurinn í þeim er yfirleitt sá sami: Íslendingar hafa rofið tveggja áratuga langt hvalveiðibann með því að veiða tegundir í útrýmingarhættu. Viðbrögð almennings hafa heldur ekki látið á sér standa. Tugþúsundir mótmælaskeyta hafa borist utanríkisráðuneytinu og sendiráðum Íslands í útlöndum. Stærstur hluti þeirra er staðlað bréf Greenpeace samtakanna sem hægt er að senda í gegnum heimasíðu þeirra. Nú undir kvöld höfðu yfir 86.000 manns sent slíkt skeyti. Þá hefur svipaður póstur borist hvalaskoðunarfyrirtækjum þar sem þeim er jafnvel óskað gjaldþroti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra var á ráðherrafundi Norðurlandanna í Lúxemborg í morgun. Þar var líka Andreas Carlgren, sænskur starfsbróðir hennar, sem í viðtölum við fjölmiðla hefur veist harkalega að Íslendingum vegna veiðanna og bent á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Heyra mátti á Jónínu að hún hafi talað fyrir daufum eyrum ytra. Fundur ráðherranna í dag var til undirbúnings umhverfisráðherrafundar ESB sem hófst strax í kjölfarið. Þar voru hvalveiðar Íslendinga til umræðu að beiðni Austurríkismanna. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira