ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga 13. október 2006 15:56 Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira