Matarpokinn rúmlega helmingi dýrari í Reykjavík en í Danmörku 11. október 2006 12:45 Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. Þetta kom fram í lauslegri könnun sem gerð var í þættinum Ísland í dag og birt var í gær. Keyptar voru nánast sömu matvörurnar í sambærilegum matvöruverslunum. Niðurstaðan var sú að matarpokinn sem keyptur var í Reykjavík kostaði 7.602 krónur en danski matarpokinn kostaði 2.844 krónur. Mun algengara er að bjóða kaupendum upp á margvísleg tilboð á matvöru í Danmörku en hér og voru sumar vörurnar á sérstöku tilboði í dönsku matarkörfunni en ef afslátturinn er tekinn í burtu kostaði matarkarfan þar 4.416 krónur. Ef horft er til fyrirhugaðra matarverðslækkana sem ríkisstjórn Íslands boðaði á dögunum og miðað við endanlega 16% lækkun á matarverði myndi íslenska matarkarfan enn vera töluvert dýrari en sú danska eða 6.385 krónur. Í þessari könnun munaði um kjúklingabringur en þær íslensku eru nærri fjórfalt dýrari en þær dönsku. Einnig vakti athygli að verð á grænmeti er mun lægra í Danmörku og sykraður gosdrykkur var líka mun dýrari í Danmörku en á Íslandi sem má rekja til neyslustýringar sem þar er við lýði. En í stuttu máli er karfan þannig: -2 kg kjúklingur -1 kg nautahakk -2 l léttmjólk -1 l nýmjólk -1 l súrmjólk -10 epli -1 kg gulrætur -Snicker-súkkulaði -Coca Cola light 0,5 l -2 pakkar hamborgarskinkuálegg Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. Þetta kom fram í lauslegri könnun sem gerð var í þættinum Ísland í dag og birt var í gær. Keyptar voru nánast sömu matvörurnar í sambærilegum matvöruverslunum. Niðurstaðan var sú að matarpokinn sem keyptur var í Reykjavík kostaði 7.602 krónur en danski matarpokinn kostaði 2.844 krónur. Mun algengara er að bjóða kaupendum upp á margvísleg tilboð á matvöru í Danmörku en hér og voru sumar vörurnar á sérstöku tilboði í dönsku matarkörfunni en ef afslátturinn er tekinn í burtu kostaði matarkarfan þar 4.416 krónur. Ef horft er til fyrirhugaðra matarverðslækkana sem ríkisstjórn Íslands boðaði á dögunum og miðað við endanlega 16% lækkun á matarverði myndi íslenska matarkarfan enn vera töluvert dýrari en sú danska eða 6.385 krónur. Í þessari könnun munaði um kjúklingabringur en þær íslensku eru nærri fjórfalt dýrari en þær dönsku. Einnig vakti athygli að verð á grænmeti er mun lægra í Danmörku og sykraður gosdrykkur var líka mun dýrari í Danmörku en á Íslandi sem má rekja til neyslustýringar sem þar er við lýði. En í stuttu máli er karfan þannig: -2 kg kjúklingur -1 kg nautahakk -2 l léttmjólk -1 l nýmjólk -1 l súrmjólk -10 epli -1 kg gulrætur -Snicker-súkkulaði -Coca Cola light 0,5 l -2 pakkar hamborgarskinkuálegg
Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira