Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma 14. september 2006 12:07 Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira