BAE selur hlutina í Airbus 7. september 2006 08:07 Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira