Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu 27. ágúst 2006 18:48 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira