Ætlar ekki að breyta neinu 24. ágúst 2006 19:05 Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira