Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal 22. ágúst 2006 19:45 Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta
Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira