Seðlabankastjóri setur ekki lög 17. ágúst 2006 17:30 Kristinn H. Gunnarsson á Flokksþingi Framsóknarflokksins MYND/Valgarður Gíslason Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. Við hækkun stýrivaxta í gær sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Hugmyndir liggja fyrir hjá ríkisstjórinni um að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka, en félagsmálaráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarp þess efnis verði lagt fyrir í haust. Enn vinni starfshópur að málefninu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar á heimasíðu sína, www.kristinn.is, í dag að hann skilji ekki þessar þreifingar með íbúðalánasjóð. Stjórnarsáttmáli hafi verið undirritaður þar sem staða Íbúðalánasjóðs sé tryggð. Seðlabankastjóri hafi ekki vald til þess að segja til um hvaða lög eigi að setja og hvenær. Kristinn bendir einnig á að Íbúðalánasjóður hafi ekki ýtt af stað verðbólgunni, heldur bankarnir með hundrað prósent íbúðalánum sínum. Íbúðalánasjóður hafi komið með mestu kjarabót sem neytendur hafi séð í langan tíma þegar hann lækkaði vexti í 4,15%. Í pistli sínum segir Kristinn það engu líkara en að Davíð Oddsson hafi gleymt að hann sé hættur í stjórnmálum. Ríkisstjórinni sé óheimilt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði vegna stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Orð skulu standa og pólitískir draugar kveðnir niður. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. Við hækkun stýrivaxta í gær sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Hugmyndir liggja fyrir hjá ríkisstjórinni um að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka, en félagsmálaráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarp þess efnis verði lagt fyrir í haust. Enn vinni starfshópur að málefninu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar á heimasíðu sína, www.kristinn.is, í dag að hann skilji ekki þessar þreifingar með íbúðalánasjóð. Stjórnarsáttmáli hafi verið undirritaður þar sem staða Íbúðalánasjóðs sé tryggð. Seðlabankastjóri hafi ekki vald til þess að segja til um hvaða lög eigi að setja og hvenær. Kristinn bendir einnig á að Íbúðalánasjóður hafi ekki ýtt af stað verðbólgunni, heldur bankarnir með hundrað prósent íbúðalánum sínum. Íbúðalánasjóður hafi komið með mestu kjarabót sem neytendur hafi séð í langan tíma þegar hann lækkaði vexti í 4,15%. Í pistli sínum segir Kristinn það engu líkara en að Davíð Oddsson hafi gleymt að hann sé hættur í stjórnmálum. Ríkisstjórinni sé óheimilt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði vegna stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Orð skulu standa og pólitískir draugar kveðnir niður.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira