Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit 16. ágúst 2006 20:30 Hérna má sjá mynd af því þegar Artest var leiddur til búningsherberja rifinn og tættur eftir ólætin í Detroit í nóvember 2004 NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira