Sigur Rós á leið í tónleikaferð um Ísland 6. júlí 2006 20:16 Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist. Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist.
Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira