Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum 27. júní 2006 23:37 Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað. Ásta Knútsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi hjá svæðisskristofunni í Reykjavík, segir að þreytan sé mest vegna þess að ríkið hafi þegar samið við ófaglærða hjá svæðisskrifstofunum. Þeir hafi sem betur fer fengið viðunandi launahækkanir og það hafi verið kominn tími til. Nú sé bilið milli faglærðra og ófaglærðra hins vegar orðið lítið og í sumum tilfellum muni aðeins 5000 krónum á launum. Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og að sögn Ástu ber töluvert í milli. Ekki sé verið að gera meiri kröfur en aðrir hafi samið um hjá borginni. Ásta segist ekki geta nefnt nákvæmar tölur og prósentur í þessu sambandi en það sem sé á samningaborðinu sé á bilinu 25-30 þúsund krónum lægra en borgin sé búin að semja við sitt háskólamenntaða fólk um. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum. Ásta segir að hún viti af mörgum sem íhugi uppsögn og þá hafi sumir þegar tilkynnt yfirmönnum sínum að þeir hyggist segja upp um næstu mánaðamót verði ekki samið fyrir þann tíma.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira