Sögulegur sigur hjá Dallas 23. maí 2006 05:58 Dirk Nowitzki og Jason Terry fagna hér tímamótasigri Dallas á meisturum San Antonio í nótt, eftir ótrúlegan framlengdan oddaleik sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn AFP Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira