Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun 29. mars 2006 18:50 Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira