Bjóða ókeypis notkun milli innlendra heimasíma 9. mars 2006 09:45 Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Gildir einu hvort hringt er í heimasíma í kerfi Og Vodafone eða annarra. Hver einasta mínúta milli heimasíma innanlands er viðskiptavinum í Og1 að kostnaðarlausu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að markmiðið sé að verðlauna þá viðskiptavini sem hafi allt sitt hjá fyrirtækinu. „Til að ganga í vildarklúbb okkar, Og1 þarft þú að vera með farsíma, heimasíma og ADSL tengingu hjá okkur. Við viljum hugsa vel um viðskiptavini okkar og verðlauna þá fyrir þá tryggð sem þeir sýna okkur," segir Árni Pétur. Árni Pétur segir þessi ókeypis símtöl vera töluverð tímamót „Bæði vegna þess að okkar fólki gefst færi á að lækka símakostnað sinn umtalsvert auk þess sem ekki þarf að hafa áhyggjur af mismunandi kostnaði við símtöl á milli kerfa. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðinum, fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Þessi aðgerð er næsta skref áfram á þeirri braut," segir Árni Pétur. Þeir sem nýta sér þjónustu Og1 fá margvíslegan ávinning að auki. Þessir viðskiptavinir geta hringt úr GSM símum sínum heim án þess að greiða mínútugjald; allt að 60 mínútur á sólarhring úr hverjum GSM síma. Einnig fær hvert GSM númer sem er skráð í Og1 fríar 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þetta er eitthvað sem margir nýta sér til dæmis til að vera í betra sambandi við fólk erlendis. Þá geta þeir einnig nýtt sér tilboð á ADSL þjónustu Og Vodafone. Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Gildir einu hvort hringt er í heimasíma í kerfi Og Vodafone eða annarra. Hver einasta mínúta milli heimasíma innanlands er viðskiptavinum í Og1 að kostnaðarlausu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að markmiðið sé að verðlauna þá viðskiptavini sem hafi allt sitt hjá fyrirtækinu. „Til að ganga í vildarklúbb okkar, Og1 þarft þú að vera með farsíma, heimasíma og ADSL tengingu hjá okkur. Við viljum hugsa vel um viðskiptavini okkar og verðlauna þá fyrir þá tryggð sem þeir sýna okkur," segir Árni Pétur. Árni Pétur segir þessi ókeypis símtöl vera töluverð tímamót „Bæði vegna þess að okkar fólki gefst færi á að lækka símakostnað sinn umtalsvert auk þess sem ekki þarf að hafa áhyggjur af mismunandi kostnaði við símtöl á milli kerfa. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðinum, fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Þessi aðgerð er næsta skref áfram á þeirri braut," segir Árni Pétur. Þeir sem nýta sér þjónustu Og1 fá margvíslegan ávinning að auki. Þessir viðskiptavinir geta hringt úr GSM símum sínum heim án þess að greiða mínútugjald; allt að 60 mínútur á sólarhring úr hverjum GSM síma. Einnig fær hvert GSM númer sem er skráð í Og1 fríar 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þetta er eitthvað sem margir nýta sér til dæmis til að vera í betra sambandi við fólk erlendis. Þá geta þeir einnig nýtt sér tilboð á ADSL þjónustu Og Vodafone.
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira