Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ 8. mars 2006 12:15 Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan buðu öll í lóðina í Garðabæ, en að lokum féll hún Byko í skaut. Stjórn Urriðaholts segir fráleitt að ákvarðanir um sölu lóðarinnar tengist á nokkurn hátt hagsmunum Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, sem nú er forstjóri Byko. Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus hélt því fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að augljóst samhengi væri á milli ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar til Byko, og þess að Bauhaus hafi ekki fengið lóð í Garðabæ. Afstaða Urriðaholts, sem á lóðina sem um ræðir, hafi breyst á einni nóttu og allt í einu hafi allar kröfur breyst. Síðan hafi Byko fengið lóðina og samhengið sé augljóst. Í raun hefur fréttastofa heimildir fyrir því að fyrrverandi stjórn Húsasmiðjunnar hafi upplifað þetta á svipaðan hátt, það er að með ráðningu Ásdísar Höllu til Byko hafi afstaða Urriðaholts skyndilega breyst. Þessu hafnar stjórn Urriðaholts hins vegar með öllu og segir að viðræðurnar við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að vitað var að Ásdís Halla færi til Byko. Staðreyndin sé sú að viðræðurnar hafi byrjað ágætlega, en síðan þróast til verri vegar. Þar sé ekki síst við forsvarsmenn Bauhaus að sakast, því að þeir hafi breytt sínum skilyrðum fyrir samkomulaginu en ekki Urriðaholt, eins og þróunarstjóri Bauhaus hélt fram í gær. Þegar upp úr viðræðunum hafi slitnað, hafi Byko verið boðið að endurnýja tilboð sitt og það hafi ekkert haft með Ásdísi Höllu að gera. Fréttastofan hefur ekki náð tali af Ásdísi Höllu Bragadóttur forstjóra Byko. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan buðu öll í lóðina í Garðabæ, en að lokum féll hún Byko í skaut. Stjórn Urriðaholts segir fráleitt að ákvarðanir um sölu lóðarinnar tengist á nokkurn hátt hagsmunum Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, sem nú er forstjóri Byko. Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus hélt því fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að augljóst samhengi væri á milli ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar til Byko, og þess að Bauhaus hafi ekki fengið lóð í Garðabæ. Afstaða Urriðaholts, sem á lóðina sem um ræðir, hafi breyst á einni nóttu og allt í einu hafi allar kröfur breyst. Síðan hafi Byko fengið lóðina og samhengið sé augljóst. Í raun hefur fréttastofa heimildir fyrir því að fyrrverandi stjórn Húsasmiðjunnar hafi upplifað þetta á svipaðan hátt, það er að með ráðningu Ásdísar Höllu til Byko hafi afstaða Urriðaholts skyndilega breyst. Þessu hafnar stjórn Urriðaholts hins vegar með öllu og segir að viðræðurnar við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að vitað var að Ásdís Halla færi til Byko. Staðreyndin sé sú að viðræðurnar hafi byrjað ágætlega, en síðan þróast til verri vegar. Þar sé ekki síst við forsvarsmenn Bauhaus að sakast, því að þeir hafi breytt sínum skilyrðum fyrir samkomulaginu en ekki Urriðaholt, eins og þróunarstjóri Bauhaus hélt fram í gær. Þegar upp úr viðræðunum hafi slitnað, hafi Byko verið boðið að endurnýja tilboð sitt og það hafi ekkert haft með Ásdísi Höllu að gera. Fréttastofan hefur ekki náð tali af Ásdísi Höllu Bragadóttur forstjóra Byko.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira