Ekki svigrúm fyrir allar framkvæmdir í stóriðju 21. febrúar 2006 19:13 Forsætisráðherra segir áform um frekari stóriðju í mikilli óvissu og hann telur ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem séu í umræðunni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi breyst úr því að vera stöðugar í neikvæðar.Ráðherrann segir þetta viðvörun en neitar því að ríkisstjórnin hafi gert mistök í hagstjórninni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur að aukinn viðskiptahalli og hratt vaxandi erlendar skuldir séu hættumerki í þjóðarbúskapnum. Meðan ekki sé gripið til samstilltra aðgerða aukist líkur á því að efnahagskerfið fái harkalega lendingu. Stjórnvöld sitji hjá þar sem þau telji að ástæðunnar sé að leita í einkageiranum og vandinn muni leysast að sjálfu sér. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir mat Fitch nokkurs konar viðvörun. Þarna sé verið að benda á að það sé mikill hiti í efnahagslífiinu og það sé rétt. Vextir hafi hækkað mikið hér á undanförnum mánuðum án þess að það hafi skilað árangri í að stöðva útlánaaukningu bankanna. Halldór segir að ríkisstjórnin taki þetta alvarlega enmikilvægt séað bankarnir taki á sínum málum.Aðspurður hvort gerð hafi verið mistöki í hagstjórninni eins og sumir hagfræðingar hafi haldið fram segist Halldór ekki vilja tala um mistök. Það sé hins vegar mikill uppgangur og bjartsýni í þjóðfélaginu og hann telji að sumir vanmeti getu íslenska hagkerfisins til að taka á sveiflum. Íslendingar búi við mjög sveigjanlegt kerfi. Halldór segir enn fremur að muni eftir því að árið 2001 hafi margir verið svartsýnir í spám en það hafi tekist að lenda efnahagslífinu bærilega. Hann trúi því að takist líka núna. Áform um frekari stóriðju hafa verið í umræðunni en er það skynsamlegt við núverandi aðstæður? Halldór segir það í mikilli óvissu en ef af því verði telji hann skynsamlegt að framkvæmdum sé dreift skynsamlega yfir langan tíma. Að hans mati sé ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem rætt hafi verið um að undanförnu enda sé ekki til rafmagn í þær allar. Hann telji því ekki rétt að ganga út frá því sem gefna að það sé orðinn hlutur. Breyttar horfur gætu leitt til lækkunar á lánshæfismati og aukið líkurnar á efnahagskreppu að mati KB banka. Krónan veiktist um 4,75 prósent í kjölfar tíðindanna og úrvalsvísitalan lækkaði um 3,24 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir áform um frekari stóriðju í mikilli óvissu og hann telur ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem séu í umræðunni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi breyst úr því að vera stöðugar í neikvæðar.Ráðherrann segir þetta viðvörun en neitar því að ríkisstjórnin hafi gert mistök í hagstjórninni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur að aukinn viðskiptahalli og hratt vaxandi erlendar skuldir séu hættumerki í þjóðarbúskapnum. Meðan ekki sé gripið til samstilltra aðgerða aukist líkur á því að efnahagskerfið fái harkalega lendingu. Stjórnvöld sitji hjá þar sem þau telji að ástæðunnar sé að leita í einkageiranum og vandinn muni leysast að sjálfu sér. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir mat Fitch nokkurs konar viðvörun. Þarna sé verið að benda á að það sé mikill hiti í efnahagslífiinu og það sé rétt. Vextir hafi hækkað mikið hér á undanförnum mánuðum án þess að það hafi skilað árangri í að stöðva útlánaaukningu bankanna. Halldór segir að ríkisstjórnin taki þetta alvarlega enmikilvægt séað bankarnir taki á sínum málum.Aðspurður hvort gerð hafi verið mistöki í hagstjórninni eins og sumir hagfræðingar hafi haldið fram segist Halldór ekki vilja tala um mistök. Það sé hins vegar mikill uppgangur og bjartsýni í þjóðfélaginu og hann telji að sumir vanmeti getu íslenska hagkerfisins til að taka á sveiflum. Íslendingar búi við mjög sveigjanlegt kerfi. Halldór segir enn fremur að muni eftir því að árið 2001 hafi margir verið svartsýnir í spám en það hafi tekist að lenda efnahagslífinu bærilega. Hann trúi því að takist líka núna. Áform um frekari stóriðju hafa verið í umræðunni en er það skynsamlegt við núverandi aðstæður? Halldór segir það í mikilli óvissu en ef af því verði telji hann skynsamlegt að framkvæmdum sé dreift skynsamlega yfir langan tíma. Að hans mati sé ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem rætt hafi verið um að undanförnu enda sé ekki til rafmagn í þær allar. Hann telji því ekki rétt að ganga út frá því sem gefna að það sé orðinn hlutur. Breyttar horfur gætu leitt til lækkunar á lánshæfismati og aukið líkurnar á efnahagskreppu að mati KB banka. Krónan veiktist um 4,75 prósent í kjölfar tíðindanna og úrvalsvísitalan lækkaði um 3,24 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira