Kviðslitinn á kaldri slóð 18. desember 2006 12:45 Baldur blaðamaður fer uppá hálendið til að rannsaka dularfullt andlát næturvarðar. „Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira