Óvæntasti glaðningur ársins 17. desember 2006 14:00 Skemmtilega persónuleg plata og alúðin drýpur af henni. Frumlegar útsetningar og fjörug textasmíð gera hana að einni markverðustu plötu ársins. Stjörnur: 3 Platan Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (án efa besta plötuheiti sem heyrst hefur lengi) með Jónasi Sigurðssyni hefur svo sannarlega komið inn bakdyramegin í jólaplötuflóðinu. Skemmtilega naívt plötuumslag heillaði mig í fyrstu en nafnið kannaðist ég ekki við. Komst síðar að því að Jónas þessi var víst eitt sinni í Sólstrandargæjunum (þið vitið, „Ég er rangur maður, á röngum tíma“) og ég verð að viðurkenna að þá blossuðu upp í mér örlitlir fordómar. Jónas var samt betur fer fljótur að hrekja þá á brott. Jónas hefur greinilega nostrað lengi við plötuna enda stendur inni í plötuumslaginu að platan hafi verið tekin upp á árunum 2004 til 2006 sem er mjög langur upptökutími. Þrátt fyrir þetta langa upptökuferli er platan langt frá því óheilsteypt heldur virðist Jónas frá upphafi vitað upp á hár hvað hann ætlaði sér. Hinn sérstaki hljómur plötunnar, sem er án efa aðaleinkenni hennar, heldur sér mest megnis út alla plötuna og virkar afar sjarmerandi. Minningarnar leyna sér hins vegar ekki og í textum Jónasar má sjá að hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Textasmíðarnar eru líka allar til fyrirmyndar og oftast stórskemmtilegar. Lagaheitin er heldur ekki síðri. Enginn annar en snillingur gefur lagi heitið Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum. Verst að söngur Jónasar er oft ekki nógu góður og dregur þannig úr vægi textanna. Hann reynir stundum einum of mikið í stað þess að láta textana flæða eðlilega. Lagasmíðarnar á plötunni eru oft heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, stundum klisjukenndar (Óttinn (Konan #1)) og jafnvel óreiðukenndar (Stað). Frábærar og frumlegar útsetningar hefja hins vegar plötuna langt yfir meðalmennskuna og hinn einstaki hljómur virkar afar vel í hátölurunum. Svo sannarlega óvæntasti jólaglaðningurinn í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Platan Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (án efa besta plötuheiti sem heyrst hefur lengi) með Jónasi Sigurðssyni hefur svo sannarlega komið inn bakdyramegin í jólaplötuflóðinu. Skemmtilega naívt plötuumslag heillaði mig í fyrstu en nafnið kannaðist ég ekki við. Komst síðar að því að Jónas þessi var víst eitt sinni í Sólstrandargæjunum (þið vitið, „Ég er rangur maður, á röngum tíma“) og ég verð að viðurkenna að þá blossuðu upp í mér örlitlir fordómar. Jónas var samt betur fer fljótur að hrekja þá á brott. Jónas hefur greinilega nostrað lengi við plötuna enda stendur inni í plötuumslaginu að platan hafi verið tekin upp á árunum 2004 til 2006 sem er mjög langur upptökutími. Þrátt fyrir þetta langa upptökuferli er platan langt frá því óheilsteypt heldur virðist Jónas frá upphafi vitað upp á hár hvað hann ætlaði sér. Hinn sérstaki hljómur plötunnar, sem er án efa aðaleinkenni hennar, heldur sér mest megnis út alla plötuna og virkar afar sjarmerandi. Minningarnar leyna sér hins vegar ekki og í textum Jónasar má sjá að hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Textasmíðarnar eru líka allar til fyrirmyndar og oftast stórskemmtilegar. Lagaheitin er heldur ekki síðri. Enginn annar en snillingur gefur lagi heitið Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum. Verst að söngur Jónasar er oft ekki nógu góður og dregur þannig úr vægi textanna. Hann reynir stundum einum of mikið í stað þess að láta textana flæða eðlilega. Lagasmíðarnar á plötunni eru oft heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, stundum klisjukenndar (Óttinn (Konan #1)) og jafnvel óreiðukenndar (Stað). Frábærar og frumlegar útsetningar hefja hins vegar plötuna langt yfir meðalmennskuna og hinn einstaki hljómur virkar afar vel í hátölurunum. Svo sannarlega óvæntasti jólaglaðningurinn í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira