Óvæntasti glaðningur ársins 17. desember 2006 14:00 Skemmtilega persónuleg plata og alúðin drýpur af henni. Frumlegar útsetningar og fjörug textasmíð gera hana að einni markverðustu plötu ársins. Stjörnur: 3 Platan Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (án efa besta plötuheiti sem heyrst hefur lengi) með Jónasi Sigurðssyni hefur svo sannarlega komið inn bakdyramegin í jólaplötuflóðinu. Skemmtilega naívt plötuumslag heillaði mig í fyrstu en nafnið kannaðist ég ekki við. Komst síðar að því að Jónas þessi var víst eitt sinni í Sólstrandargæjunum (þið vitið, „Ég er rangur maður, á röngum tíma“) og ég verð að viðurkenna að þá blossuðu upp í mér örlitlir fordómar. Jónas var samt betur fer fljótur að hrekja þá á brott. Jónas hefur greinilega nostrað lengi við plötuna enda stendur inni í plötuumslaginu að platan hafi verið tekin upp á árunum 2004 til 2006 sem er mjög langur upptökutími. Þrátt fyrir þetta langa upptökuferli er platan langt frá því óheilsteypt heldur virðist Jónas frá upphafi vitað upp á hár hvað hann ætlaði sér. Hinn sérstaki hljómur plötunnar, sem er án efa aðaleinkenni hennar, heldur sér mest megnis út alla plötuna og virkar afar sjarmerandi. Minningarnar leyna sér hins vegar ekki og í textum Jónasar má sjá að hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Textasmíðarnar eru líka allar til fyrirmyndar og oftast stórskemmtilegar. Lagaheitin er heldur ekki síðri. Enginn annar en snillingur gefur lagi heitið Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum. Verst að söngur Jónasar er oft ekki nógu góður og dregur þannig úr vægi textanna. Hann reynir stundum einum of mikið í stað þess að láta textana flæða eðlilega. Lagasmíðarnar á plötunni eru oft heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, stundum klisjukenndar (Óttinn (Konan #1)) og jafnvel óreiðukenndar (Stað). Frábærar og frumlegar útsetningar hefja hins vegar plötuna langt yfir meðalmennskuna og hinn einstaki hljómur virkar afar vel í hátölurunum. Svo sannarlega óvæntasti jólaglaðningurinn í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Platan Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (án efa besta plötuheiti sem heyrst hefur lengi) með Jónasi Sigurðssyni hefur svo sannarlega komið inn bakdyramegin í jólaplötuflóðinu. Skemmtilega naívt plötuumslag heillaði mig í fyrstu en nafnið kannaðist ég ekki við. Komst síðar að því að Jónas þessi var víst eitt sinni í Sólstrandargæjunum (þið vitið, „Ég er rangur maður, á röngum tíma“) og ég verð að viðurkenna að þá blossuðu upp í mér örlitlir fordómar. Jónas var samt betur fer fljótur að hrekja þá á brott. Jónas hefur greinilega nostrað lengi við plötuna enda stendur inni í plötuumslaginu að platan hafi verið tekin upp á árunum 2004 til 2006 sem er mjög langur upptökutími. Þrátt fyrir þetta langa upptökuferli er platan langt frá því óheilsteypt heldur virðist Jónas frá upphafi vitað upp á hár hvað hann ætlaði sér. Hinn sérstaki hljómur plötunnar, sem er án efa aðaleinkenni hennar, heldur sér mest megnis út alla plötuna og virkar afar sjarmerandi. Minningarnar leyna sér hins vegar ekki og í textum Jónasar má sjá að hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Textasmíðarnar eru líka allar til fyrirmyndar og oftast stórskemmtilegar. Lagaheitin er heldur ekki síðri. Enginn annar en snillingur gefur lagi heitið Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum. Verst að söngur Jónasar er oft ekki nógu góður og dregur þannig úr vægi textanna. Hann reynir stundum einum of mikið í stað þess að láta textana flæða eðlilega. Lagasmíðarnar á plötunni eru oft heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, stundum klisjukenndar (Óttinn (Konan #1)) og jafnvel óreiðukenndar (Stað). Frábærar og frumlegar útsetningar hefja hins vegar plötuna langt yfir meðalmennskuna og hinn einstaki hljómur virkar afar vel í hátölurunum. Svo sannarlega óvæntasti jólaglaðningurinn í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira