Stella Blómkvist í sjónvarp 30. nóvember 2006 17:30 Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist . Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist .
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira