Hlaut verðlaun 28. nóvember 2006 16:00 Amma fer í sumarfrí - Verðlaunabókin eftir Björk Bjarkadóttur Björk Bjarkadóttir myndlistarkona hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugardag. Björk var fjarri góðu gamni og tók Harpa Þórsdóttir við verðlaununum en Björk býr í Noregi. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en að þeim standa, ásamt Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Penninn. Í dómnefndinni eru þau Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Kalman le Sage de Fontenay auglýsingateiknari og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. Í áliti dómnefndar sagði: „Frá upphafi hefur það verið yfirlýst markmið dómnefndar að veita verðlaunin íslenskri barnabók sem innihéldi frumsaminn, hugmyndaríkan og mannbætandi texta og myndir, helst þannig að myndirnar ykju við textann í stað þess að endurspegla hann, bók sem einnig stæði fyrir sínu sem prentgripur. Verðlaununum er síðan ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Það er álit dómnefndar að í ár sé meiri fagmennska ríkjandi í myndskreytingum íslenskra barnabóka en oft áður, og má vera að Dimmalimm eigi einhvern þátt í þeim framförum. Það má ekki síst þakka ýmsum forritum sem bjóðast innan tölvutækninnar. Um leið virðist tæknin leiða til nokkurrar einsleitni og skerðingar ímyndunaraflsins, þannig að svipuð höfundareinkenni eru á bókum eftir aðskiljanlega höfunda. Alltént voru það barnabækur með gamla laginu, teiknaðar og málaðar í höndunum, sem höfðuðu mest til dómnefndar, þar með talið auðvitað verðlaunabókin í ár. Höfundur bókarinnar hefur vakið athygli dómnefndar allar götur frá því að stofnað var til Dimmalimm-verðlaunanna. Hann semur texta sína jafnan sjálfur, og meðfram þeim þróar hann sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl sem fer bil beggja milli barnateikninga og evrópskrar myndlistar, ekki síst súrrealisma. Höfundurinn fer vel með rými bókarinnar, teygir myndir sínar og texta vítt og breitt um síður með skemmtilegum hætti, og hefur vit á að tæpa á margvíslegum þáttum þannig að glöggur lesandi verði að bera sig eftir þeim, í stað þess að láta allt liggja í augum uppi." Gerðuberg mun, í samstarfi við Borgarbókasafn, taka á móti um þúsund átta ára skólabörnum á sýninguna Þetta vilja börnin sjá! á næstu vikum. Fyrstu hóparnir komu í gærmorgun og skoðuðu sýninguna, kusu bestu myndskreyttu barnabókina, fóru í ratleik og fengu síðan upplestur úr þeirri bók sem hlaut flest atkvæði. Fullbókað er á sýninguna fram að jólum en nokkrir hópar til viðbótar komast að í janúar. Björk Bjarnadóttir Þekkt fyrir sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl. Fréttablaðið/Birkir . Menning Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Björk Bjarkadóttir myndlistarkona hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugardag. Björk var fjarri góðu gamni og tók Harpa Þórsdóttir við verðlaununum en Björk býr í Noregi. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en að þeim standa, ásamt Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Penninn. Í dómnefndinni eru þau Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Kalman le Sage de Fontenay auglýsingateiknari og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. Í áliti dómnefndar sagði: „Frá upphafi hefur það verið yfirlýst markmið dómnefndar að veita verðlaunin íslenskri barnabók sem innihéldi frumsaminn, hugmyndaríkan og mannbætandi texta og myndir, helst þannig að myndirnar ykju við textann í stað þess að endurspegla hann, bók sem einnig stæði fyrir sínu sem prentgripur. Verðlaununum er síðan ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Það er álit dómnefndar að í ár sé meiri fagmennska ríkjandi í myndskreytingum íslenskra barnabóka en oft áður, og má vera að Dimmalimm eigi einhvern þátt í þeim framförum. Það má ekki síst þakka ýmsum forritum sem bjóðast innan tölvutækninnar. Um leið virðist tæknin leiða til nokkurrar einsleitni og skerðingar ímyndunaraflsins, þannig að svipuð höfundareinkenni eru á bókum eftir aðskiljanlega höfunda. Alltént voru það barnabækur með gamla laginu, teiknaðar og málaðar í höndunum, sem höfðuðu mest til dómnefndar, þar með talið auðvitað verðlaunabókin í ár. Höfundur bókarinnar hefur vakið athygli dómnefndar allar götur frá því að stofnað var til Dimmalimm-verðlaunanna. Hann semur texta sína jafnan sjálfur, og meðfram þeim þróar hann sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl sem fer bil beggja milli barnateikninga og evrópskrar myndlistar, ekki síst súrrealisma. Höfundurinn fer vel með rými bókarinnar, teygir myndir sínar og texta vítt og breitt um síður með skemmtilegum hætti, og hefur vit á að tæpa á margvíslegum þáttum þannig að glöggur lesandi verði að bera sig eftir þeim, í stað þess að láta allt liggja í augum uppi." Gerðuberg mun, í samstarfi við Borgarbókasafn, taka á móti um þúsund átta ára skólabörnum á sýninguna Þetta vilja börnin sjá! á næstu vikum. Fyrstu hóparnir komu í gærmorgun og skoðuðu sýninguna, kusu bestu myndskreyttu barnabókina, fóru í ratleik og fengu síðan upplestur úr þeirri bók sem hlaut flest atkvæði. Fullbókað er á sýninguna fram að jólum en nokkrir hópar til viðbótar komast að í janúar. Björk Bjarnadóttir Þekkt fyrir sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl. Fréttablaðið/Birkir .
Menning Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira