Háhýsi í Laugarnesi 20. nóvember 2006 06:30 Norðan megin við Kleppsveginn er hugmyndin að byggja 124 þúsund fermetra háhýsabyggð. „Frá þessum húsum er frábært útsýni í norður til Esjunnar, til vesturs í átt að miðbæ Reykjavíkur, sem og í austur í átt að Mosfellsbæ,“ segja GP-arkitektar. MYND/Anton Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf. Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf.
Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent