Á lag í bandarískum kántrí-raunveruleikaþætti 18. nóvember 2006 09:30 Gis Jóhannsson. Gafst upp á því að búa í LA og flutti til Nashville. Ferill hans sem kántrýsöngvara tók mikinn kipp við flutningana. Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað. Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað.
Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira