Vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti 17. nóvember 2006 00:30 Sveitarstjórnarmenn krefjast hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum Fréttablaðið/rósa Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa. Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa.
Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira