Bylting í gerð kvikmynda 15. nóvember 2006 06:15 Frá undirritun Kvikmyndagerðarmenn og ráðherrar töluðu um tímamót í íslenskri kvikmyndagerð við undirritun samkomulagsins. MYND/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar. Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar.
Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira