Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir flugfélögin: Eru samstiga í verðhækkunum 14. nóvember 2006 06:45 Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi. Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi.
Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira