Óbreytt staða í efstu sætum 5. nóvember 2006 05:00 Kristján L. Möller hlýðir á fyrstu tölur Kristján sigraði með yfirburðum í prófkjörinu. MYND/Örlygur Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson og Lára Stefánsdóttir verða áfram í þremur efstu sætum Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu fór fram í gær en 1.878 tóku þátt í prófkjörinu, tæplega 70 prósent af 2.834 sem voru á kjörskrá. Kristján, Einar og Lára voru einnig í þremur efstu sætum á lista flokksins í kjördæminu fyrir kosningarnar 2003. Kristján L. Möller alþingismaður fékk afgerandi kosningu í efsta sætið, eða 1.295 atkvæði. Hann segir spennandi tíma vera fram undan á kosningavetri. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk og tel prófkjörið hafa heppnast vel. Sjötíu prósent þátttaka er góð niðurstaða fyrir flokkinn. Flokksfólk í Samfylkingunni dæmir okkur af verkum og þetta er niðurstaðan. Við ætlum okkur að ná inn þriðja alþingismanninum í kosningunum næsta vor og ég tel listann vera líklegan til þess að ná góðum árangri.“ Kristján segir mörg mikilvæg verkefni bíða úrlausnar í kjördæminu og hlakkar til þess að takast á við þau. „Það þarf að huga að skólamálum í kjördæminu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastiginu. En fyrst og fremst eru það landsbyggðarmál í víðu samhengi sem þarf að berjast fyrir, sem öðru fremur snúast um jafnrétti, jafnræði og jöfnuð.“ Ragnheiður Jónsdóttir varð í 4. sæti, Örlygur Hnefill Jónsson í 5. sæti, Jónína R. Guðmundsdóttir í 6. sæti, Benedikt Sigurðsson í 7. sæti, Sveinn Arason í 8. sæti og Kristján Ægir Vilhjálmsson í 9. sæti. Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson og Lára Stefánsdóttir verða áfram í þremur efstu sætum Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu fór fram í gær en 1.878 tóku þátt í prófkjörinu, tæplega 70 prósent af 2.834 sem voru á kjörskrá. Kristján, Einar og Lára voru einnig í þremur efstu sætum á lista flokksins í kjördæminu fyrir kosningarnar 2003. Kristján L. Möller alþingismaður fékk afgerandi kosningu í efsta sætið, eða 1.295 atkvæði. Hann segir spennandi tíma vera fram undan á kosningavetri. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk og tel prófkjörið hafa heppnast vel. Sjötíu prósent þátttaka er góð niðurstaða fyrir flokkinn. Flokksfólk í Samfylkingunni dæmir okkur af verkum og þetta er niðurstaðan. Við ætlum okkur að ná inn þriðja alþingismanninum í kosningunum næsta vor og ég tel listann vera líklegan til þess að ná góðum árangri.“ Kristján segir mörg mikilvæg verkefni bíða úrlausnar í kjördæminu og hlakkar til þess að takast á við þau. „Það þarf að huga að skólamálum í kjördæminu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastiginu. En fyrst og fremst eru það landsbyggðarmál í víðu samhengi sem þarf að berjast fyrir, sem öðru fremur snúast um jafnrétti, jafnræði og jöfnuð.“ Ragnheiður Jónsdóttir varð í 4. sæti, Örlygur Hnefill Jónsson í 5. sæti, Jónína R. Guðmundsdóttir í 6. sæti, Benedikt Sigurðsson í 7. sæti, Sveinn Arason í 8. sæti og Kristján Ægir Vilhjálmsson í 9. sæti.
Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira