Ótvírætt mikilvægasta pólitíska viðfangsefnið til framtíðar litið 1. nóvember 2006 07:30 Jökulsárlón Bráðnun jökla ein og sér er sögð geta ógnað lífi eins af hverjum 20 íbúum á jörðinni verði ekkert að gert. MYND/Stefán Skýrsla um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, sem breski hagfræðingurinn Nicholas Stern vann að beiðni Gordons Brown, fjármálaráðherra Breta, hefur vakið verðskuldaða athygli. Starfshópur Sterns kemst að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að bregðast við vandanum, sem sannarlega er til staðar, með afgerandi aðgerðum. Áþreifanlegar sannanir, sem leiddar hafa verið fram með viðurkenndum vísindalegum aðferðum, eru nú fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum geti ógnað lífi á jörðinni á komandi áratugum. Þetta er niðurstaða starfhóps breska hagfræðingsins Nicholas Stern, sem gerði grein fyrir rannsóknum starfshópsins á áhrifum loftslagsbreytinga á hagkerfi heimsins á fundi á laugardag. Nálgunin að rannsókninni sem Stern lagði upp með, var að meta rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga sem þegar voru fyrir hendi og skoða hvernig bregðast þurfi við vandanum, með efnahagslegum aðgerðum. „Það sem við gerum núna getur einungis haft takmörkuð áhrif á þróun næstu 40 til 50 ára. En breytingar sem koma til framkvæmda á næstu tíu til tuttugu árum geta hins vegar haft afgerandi áhrif á þróun mála á seinni hluta þessarar aldar og þeirri næstu,“ segir Stern meðal annars í skýrslunni og leggur áherslu á að viðurkenning alþjóðasamfélagsins á fyrirliggjandi rannsóknum þurfi að ganga hratt fyrir sig.Þrjú grundvallaratriðiVerðlagning á kolefnissamböndum, sem yfirvöld geta stýrt með sköttum og reglugerðum, þarf að mati Sterns að koma til svo að notendur greiði kostnaðinn sem af notkuninni hlýst.Þetta segir Stern að sé áhrifarík aðferð sem skapi farveg fyrir stjórnvöld til þess að hvetja fyrirtæki, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila, til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er sérstaklega tekið fram að „minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda gæti kostað um eitt prósent af heimsframleiðslunni á ári hverju“.Annað grundvallaratriðanna sem nefnd eru í skýrslu Sterns er nauðsyn á frekari stuðningi við rannsóknir sem leitt geti af sér tækni sem minnki losun gróðurhúsalofttegunda. Ef til kemur tækni, sem dregið getur úr útblæstri en jafnframt viðhaldið efnhagslegum styrk þjóða, þá yrði það vitanlega best,“ sagði Stern á fundinum um leið og hann lagði áherslu á að efling rannsókna yrði að fara fram „meðfram eflingu á öðrum þáttum“ til þess að sporna við núverandi þróun.Í þriðja lagi nefnir Stern aðgerðir sem miða að því að „ryðja úr vegi hindrunum“ fyrir nýtingu hagkvæmrar orkunýtingar. „Áhersla á skilvirka upplýsingagjöf og menntun skiptir sköpum í þessu samhengi,“ sagði Stern er hann útskýrði mikilvægi þess að stjórnvöld þjóða líti á aukna áherslu á menntun og upplýsingagjöf sem lið í því að ryðja hindrunum úr vegi.Staðreyndin sem byggt er áEiginleg ástæða viðamikilla rannsókna vísindamanna um allan heim á áhrifum loftslagsbreytinga á líf á jörðinni er sú staðreynd að magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú 430 einingar á móti milljón, í stað 280 á móti milljón fyrir iðnbyltingu. Ef ekkert verður að gert hækkar þetta hlutfall enn frekar þar sem útblástur gróðurhúsalofttegunda eykst sífellt og helmingur af honum verður eftir í lofthjúpnum, en lífkerfi jarðarinnar taka á móti hinum helmingnum. Afleiðingar aðgerðaleysis„Ef ekkert er að gert, getur það, samkvæmt okkar mati á áreiðanleika rannsókna sem fyrir liggja, haft skelfilegar afleiðingar,“ sagði Stern við kynningu á skýrslunni á laugardag. Út frá þeim niðurstöðum, sem frá er greint í skýrslunni, eru þetta svo sannarlega orð að sönnu.Hækkun hitastigs og þar með aukin bráðnun jökla, ógnar lífi milljóna. Bráðnunin ein og sér ógnar lífi á landsvæðum þar sem einn af hverjum 20 íbúum á jörðinni býr nú,“ segir meðal annars í skýrslu Sterns. Auk þess er ítarlega gerð grein fyrir áhrifum sem veðurbreytingar, þar með talin tíð ofsaveður, hefðu á búsetuskilyrði fólks víðs vegar um heiminn.Þrátt fyrir að vitneskja um hrikalegar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi verið fyrir hendi um nokkurt skeið, hefur erfiðlega gengið að koma þessu mikilvæga máli fremst í forgangsröðina hjá stjórnvöldum stærstu þjóða heims. Sérstaklega hefur stefna George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, verið umdeild, en hún hefur í einföldu máli verið fólgin í því að taka ekki nema að takmörkuðu leyti mark á niðurstöðum sem leiddar hafa verið fram með viðurkenndum starfsaðferðum um þessi málefni. Þannig hefur hann metið hagsmuni bandarískra fyrirtækja, sem mörg hver standa fyrir stórum hluta af útblæstri á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, umfram annarra íbúa á jörðinni. Vonir standa til þess að afstaða bandarískra stjórnvalda, með Bush fremstan í flokki, breytist en hún hefur nú þegar skaðað mikilvægt samband margra af fremstu vísindamönnum heims, sem starfa við bandaríska háskóla, við stjórnvöld í Bandaríkjunum.Framtíðin í okkar höndumÍ þessu máli, eins og öðrum þar sem reynir öðru fremur á traust á vísindi og þekkingu, skiptir framsýni stjórnmálamanna sköpum. Á það minnir skýrsla starfshóps Sterns okkur áþreifanlega. Í sjálfu sér er það aukatriði hvort stjórnmálamenn koma sér áfram eftir stíg vinstri- eða hægrisinnaðra stjórnmálaleiða, þegar kemur að aðgerðum sem öðru fremur byggja á virðingu fyrir hinum ófæddu.Samkvæmt sjónarmiði Sterns, getur aðeins virðing fyrir vísindum og ákvarðanir sem byggja á þeim orðið stjórnmálamönnum leiðarvísir inn í framtíðina í þessu mikilvægasta pólitíska viðfangsefni samtímans. Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Skýrsla um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, sem breski hagfræðingurinn Nicholas Stern vann að beiðni Gordons Brown, fjármálaráðherra Breta, hefur vakið verðskuldaða athygli. Starfshópur Sterns kemst að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að bregðast við vandanum, sem sannarlega er til staðar, með afgerandi aðgerðum. Áþreifanlegar sannanir, sem leiddar hafa verið fram með viðurkenndum vísindalegum aðferðum, eru nú fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum geti ógnað lífi á jörðinni á komandi áratugum. Þetta er niðurstaða starfhóps breska hagfræðingsins Nicholas Stern, sem gerði grein fyrir rannsóknum starfshópsins á áhrifum loftslagsbreytinga á hagkerfi heimsins á fundi á laugardag. Nálgunin að rannsókninni sem Stern lagði upp með, var að meta rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga sem þegar voru fyrir hendi og skoða hvernig bregðast þurfi við vandanum, með efnahagslegum aðgerðum. „Það sem við gerum núna getur einungis haft takmörkuð áhrif á þróun næstu 40 til 50 ára. En breytingar sem koma til framkvæmda á næstu tíu til tuttugu árum geta hins vegar haft afgerandi áhrif á þróun mála á seinni hluta þessarar aldar og þeirri næstu,“ segir Stern meðal annars í skýrslunni og leggur áherslu á að viðurkenning alþjóðasamfélagsins á fyrirliggjandi rannsóknum þurfi að ganga hratt fyrir sig.Þrjú grundvallaratriðiVerðlagning á kolefnissamböndum, sem yfirvöld geta stýrt með sköttum og reglugerðum, þarf að mati Sterns að koma til svo að notendur greiði kostnaðinn sem af notkuninni hlýst.Þetta segir Stern að sé áhrifarík aðferð sem skapi farveg fyrir stjórnvöld til þess að hvetja fyrirtæki, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila, til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er sérstaklega tekið fram að „minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda gæti kostað um eitt prósent af heimsframleiðslunni á ári hverju“.Annað grundvallaratriðanna sem nefnd eru í skýrslu Sterns er nauðsyn á frekari stuðningi við rannsóknir sem leitt geti af sér tækni sem minnki losun gróðurhúsalofttegunda. Ef til kemur tækni, sem dregið getur úr útblæstri en jafnframt viðhaldið efnhagslegum styrk þjóða, þá yrði það vitanlega best,“ sagði Stern á fundinum um leið og hann lagði áherslu á að efling rannsókna yrði að fara fram „meðfram eflingu á öðrum þáttum“ til þess að sporna við núverandi þróun.Í þriðja lagi nefnir Stern aðgerðir sem miða að því að „ryðja úr vegi hindrunum“ fyrir nýtingu hagkvæmrar orkunýtingar. „Áhersla á skilvirka upplýsingagjöf og menntun skiptir sköpum í þessu samhengi,“ sagði Stern er hann útskýrði mikilvægi þess að stjórnvöld þjóða líti á aukna áherslu á menntun og upplýsingagjöf sem lið í því að ryðja hindrunum úr vegi.Staðreyndin sem byggt er áEiginleg ástæða viðamikilla rannsókna vísindamanna um allan heim á áhrifum loftslagsbreytinga á líf á jörðinni er sú staðreynd að magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú 430 einingar á móti milljón, í stað 280 á móti milljón fyrir iðnbyltingu. Ef ekkert verður að gert hækkar þetta hlutfall enn frekar þar sem útblástur gróðurhúsalofttegunda eykst sífellt og helmingur af honum verður eftir í lofthjúpnum, en lífkerfi jarðarinnar taka á móti hinum helmingnum. Afleiðingar aðgerðaleysis„Ef ekkert er að gert, getur það, samkvæmt okkar mati á áreiðanleika rannsókna sem fyrir liggja, haft skelfilegar afleiðingar,“ sagði Stern við kynningu á skýrslunni á laugardag. Út frá þeim niðurstöðum, sem frá er greint í skýrslunni, eru þetta svo sannarlega orð að sönnu.Hækkun hitastigs og þar með aukin bráðnun jökla, ógnar lífi milljóna. Bráðnunin ein og sér ógnar lífi á landsvæðum þar sem einn af hverjum 20 íbúum á jörðinni býr nú,“ segir meðal annars í skýrslu Sterns. Auk þess er ítarlega gerð grein fyrir áhrifum sem veðurbreytingar, þar með talin tíð ofsaveður, hefðu á búsetuskilyrði fólks víðs vegar um heiminn.Þrátt fyrir að vitneskja um hrikalegar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi verið fyrir hendi um nokkurt skeið, hefur erfiðlega gengið að koma þessu mikilvæga máli fremst í forgangsröðina hjá stjórnvöldum stærstu þjóða heims. Sérstaklega hefur stefna George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, verið umdeild, en hún hefur í einföldu máli verið fólgin í því að taka ekki nema að takmörkuðu leyti mark á niðurstöðum sem leiddar hafa verið fram með viðurkenndum starfsaðferðum um þessi málefni. Þannig hefur hann metið hagsmuni bandarískra fyrirtækja, sem mörg hver standa fyrir stórum hluta af útblæstri á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, umfram annarra íbúa á jörðinni. Vonir standa til þess að afstaða bandarískra stjórnvalda, með Bush fremstan í flokki, breytist en hún hefur nú þegar skaðað mikilvægt samband margra af fremstu vísindamönnum heims, sem starfa við bandaríska háskóla, við stjórnvöld í Bandaríkjunum.Framtíðin í okkar höndumÍ þessu máli, eins og öðrum þar sem reynir öðru fremur á traust á vísindi og þekkingu, skiptir framsýni stjórnmálamanna sköpum. Á það minnir skýrsla starfshóps Sterns okkur áþreifanlega. Í sjálfu sér er það aukatriði hvort stjórnmálamenn koma sér áfram eftir stíg vinstri- eða hægrisinnaðra stjórnmálaleiða, þegar kemur að aðgerðum sem öðru fremur byggja á virðingu fyrir hinum ófæddu.Samkvæmt sjónarmiði Sterns, getur aðeins virðing fyrir vísindum og ákvarðanir sem byggja á þeim orðið stjórnmálamönnum leiðarvísir inn í framtíðina í þessu mikilvægasta pólitíska viðfangsefni samtímans.
Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira