Þrír þýskir hermenn játa 1. nóvember 2006 05:30 Sláandi myndir Þjóðverjar eru miður sín yfir myndum sem birst hafa í þýskum fjölmiðlum af þýskum hermönnum í Afganistan sem sýna mennskum líkamsleifum vanvirðingu. MYND/AP Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe. Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe.
Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira