Kæra nauðgunartilraun 31. október 2006 06:45 Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði. Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði.
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði