Börn of lengi í skólanum 23. október 2006 07:00 Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra. Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra.
Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira