Nýnasistar eru enn á ferð í Þýskalandi 23. október 2006 07:45 Mótmæli nýnasista í Berlín Þeir lýstu stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi fyrir að hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. MYND/AP Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning. Erlent Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning.
Erlent Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira