Bretar með hótanir vegna hvalveiðanna 21. október 2006 08:00 Hvalur 9 Hvalskipið hefur nú verið á miðunum í fjóra sólarhringa án þess að setja í hval. Sjávarútvegsráðherra segir kollega sinn hafa í illa dulbúnum hótunum við Íslendinga vegna veiðanna. MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“ Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“
Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira