Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína 19. október 2006 07:00 Sjómenn að störfum Breyting á kjarasamningi sjómanna 2001 til 2002 gerði það að verkum að skráning og mat vinnuslysa varð með öðrum hætti en áður hafði verið. Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu. Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu.
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði