Sérsveitin æfði með áhöfn USS WASP 17. október 2006 02:00 Sérsveit Ríkislögreglustjóra á æfingunni Sérsveitin var tæpar sex mínútur að klára verkefni sitt í byrgi á æfingasvæði sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Þyrla bandaríska hersins flutti sérsveitarmenn á svæðið. MYND/GVA Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt tveimur sprengjusérfræðingum, tókst að ljúka verkefni sínu á æfingasvæði sérsveitarinnar í Hvalfirði án vandræða. Æfingin fór fram í hávaðaroki en að sögn Guðmundar Ómars Þráinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra gekk æfingin vel. „Tilgangur æfingarinnar var að æfa sérsveitina með þyrlunni. Við settum æfinguna upp þannig að sérsveitin, ásamt sprengjusérfræðingum, þyrfti að bregðast við upplýsingum sem áttu að hafa borist til lögreglu. Æfingin gekk nánast hnökralaust, en það er mikilvægt fyrir sveitina að geta æft við þessar aðstæður.“ Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru með sérsveitinni og tókst þeim að nota sprengjueyðingartæki, eins konar vatnsbyssu, til þess að gera sprengjuna óvirka. Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, fylgdist með lærisveinum sínum gera sprengjuna óvirka inni í byrgi sem búið var til úr gámum. „Þegar það eru gerð áhlaup á hús, þar sem grunur leikur á að sé verið að búa til sprengju, þá eru sprengjusérfræðingar hafðir með í för til þess að eyða sprengjunni og þar með mikilli hættu,“ sagði Sigurður áður en hann hrósaði sérsveitinni og sprengjusérfræðingunum fyrir að standa vel að verki. „Sprengjan í þessari æfingu var tímasprengja sem átti að springa á fyrirfram ákveðnum tíma, auk þess átti hún að springa ef hún yrði hreyfð. Sprengjusérfræðingarnir meðhöndluðu þetta vel og tókst að gera hana óvirka með fagmannlegum hætti.“ Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt tveimur sprengjusérfræðingum, tókst að ljúka verkefni sínu á æfingasvæði sérsveitarinnar í Hvalfirði án vandræða. Æfingin fór fram í hávaðaroki en að sögn Guðmundar Ómars Þráinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra gekk æfingin vel. „Tilgangur æfingarinnar var að æfa sérsveitina með þyrlunni. Við settum æfinguna upp þannig að sérsveitin, ásamt sprengjusérfræðingum, þyrfti að bregðast við upplýsingum sem áttu að hafa borist til lögreglu. Æfingin gekk nánast hnökralaust, en það er mikilvægt fyrir sveitina að geta æft við þessar aðstæður.“ Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru með sérsveitinni og tókst þeim að nota sprengjueyðingartæki, eins konar vatnsbyssu, til þess að gera sprengjuna óvirka. Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, fylgdist með lærisveinum sínum gera sprengjuna óvirka inni í byrgi sem búið var til úr gámum. „Þegar það eru gerð áhlaup á hús, þar sem grunur leikur á að sé verið að búa til sprengju, þá eru sprengjusérfræðingar hafðir með í för til þess að eyða sprengjunni og þar með mikilli hættu,“ sagði Sigurður áður en hann hrósaði sérsveitinni og sprengjusérfræðingunum fyrir að standa vel að verki. „Sprengjan í þessari æfingu var tímasprengja sem átti að springa á fyrirfram ákveðnum tíma, auk þess átti hún að springa ef hún yrði hreyfð. Sprengjusérfræðingarnir meðhöndluðu þetta vel og tókst að gera hana óvirka með fagmannlegum hætti.“
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira