Saka fyrrum meirihluta um óráðsíu 6. október 2006 07:00 Reykjavíkurborg Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að nýr meirihluti innleiði ábyrga fjármálastjórn og lagi reksturinn. „Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku. Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku.
Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira