Engin fólksfjölgun í aldarfjórðung 3. október 2006 06:45 Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira