Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi 21. september 2006 07:45 sjúkraliðanám í Fb Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun. Laun nýútskrifaðra sjúkraliða við LSH eru 146 þúsund krónur á mánuði. Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni." Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni."
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira