Ný þjónusta styttir leiðina 20. september 2006 07:30 Inga María Vilhjálmsdóttir Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga. Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga.
Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira