Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega 20. september 2006 07:15 Sigrún Hjálmtýsdóttir Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær. Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær.
Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira